Hjólað um Marokkó / Cycling in Morocco

Ég og vinir mínir hjóluðum um Marokkó í janúar 2015. Við flugum til Marrakesh og keyrðum norður til Fes. Þar vorum við í tvo daga, settum hjólin saman og nutum borgarinnar. Hjóluðum svo til suðurs, héldum yfir Atlasfjöllin, inn í eyðimörkina alveg til Hassi Merdani. Þar hvíldum við lúin bein og héldum svo til vesturs í gegnum marga bæi. Að lokum vorum við sóttir í Ait-Ben-Haddou og okkur skutlað yfir til Marrakesh á ný eftir rúmlega 650km hjóltúr.

Á leiðinni tók ég myndir af því sem á vegi okkar varð. Bæjarlífið er einstakt og afar margt að sjá en oft erfitt að mynda fólkið sjálft. Það hafði engan áhuga á að vera fest á filmu og huldi andlit sín eða gekk í burtu um leið og það sá hvað fór fram.

Við vorum með allan okkar farangur á hjólunum og tilbúnir að sofa í tjaldi. Engar gistingar voru pantaðar fyrirfram en aldrei lentum við í vandamálum með að fá næturstað. Alltaf var nóg af hótelum og langflest ef ekki öll herbergin laus. Við virtumst vera einu ferðamennirnir utan við Marrakesh.

Allar myndirnar eru teknar á Hasselblad 500c og Leica m6.

Photo13_13

Marrakesh

Photo07_7

Hassi Merdani

29

25b

25

24

21

Photo10_10

20a

20

14a

Vin í eyðimörkinni

Midelt

Fes


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s