Búnaður / Equipment

Til að njóta hjólaferðarinnar er gott að hafa vandaðan og sérhæfðan hjólabúnað. Þá á sérstaklega við hvernig allt er geymt á meðan hjólað er og að allt haldist á sínum stað. Mikilvægt er að allt sem tekið er með í ferðina haldist þurrt, týnis ekki og haldist hreint. Fátt er verra en að koma kaldur í náttstað og komast að því að allur aukafatnaðurinn er rennblautur vegna þess að töskurnar héldu ekki vatni.

Það eru margir góðir framleiðendur til sem hafa að leiðarljósi að búa til vandaðar og sterkar hjólatöskur Til dæmis Ortlieb, Vaude, Brooks og Bontrager. Ég hef alltaf verið með Ortlieb og hafa þær reynst mér frábærlega. Þeir bjóða upp á 5 ára ábyrgð, vatnsheldar og eru slitsterkar, og hægt að fá svo til hverja skrúfu sem í þeim er sem varahlut. Ortlieb er selt á Íslandi.

Sumir kjósa sér vagn í stað þess að hafa töskur á bögglabera. Ég hef ekki prófað þetta nægilega vel en klárlega er mun algengara að fólk notist við töskurnar. Þó er vagninn vel þess virði að skoða sem valmöguleika. Auðvelt er að losa sig við allan farangurinn með einu handbragði . Þó er sennilega einfaldara að þræða um með töskur í stað vagns og líklegt að dýrara sé að ferðast með vagninn í flugi en bara töskurnar. Helstu framleiðendur eru t.d. B.O.B. og Tout Terrain.

Þegar ferðirnar verða lengri þá verður stundum meira basl að koma öllum farangrinum með á hjólið. Bögglaberi að aftan er oftast fyrsti leikur, seinna stýristaska og að lokum bögglaberi að framan. Margir góðir framleiðendur eru til í þessu eins og öðru. Þekktastur er þó sennilega Tubus, sem er þýskur stálbögglaberi með mikla burðargetu. Vert er þó að skoða t.d. Bontrager, Old Man Mountain, Surly, Racktime og Topeak. Sumir framleiða bögglaberana úr stáli en aðrir úr áli. Stálið er án vafa sterkara og að auki er víðar hægt að fá stálbögglabera soðin saman ef hann brotnar en erfiðara með ál.

Ég læt myndir fylgja með af nokkrum viðgerðahlutum. Mikilvægt er að geta gert sem mest við sitt eigið hjól þegar lagt er í hjólaferð. Hafa líka með þá varahluti sem hver og einn þarf. Teinar, gírhengja (Drop-out), keðjulás, krans- / kassettutoppur og fleira sem þarf til að geta lagfært fákinn ef hann bilar. En þó maður hafi ekki kunnáttu til að gera allt, þá er samt mjög gott að hafa varahlutina með. Þurfa ekki að leita þá uppi á stöðum sem maður þekkir ekki til.

Öll hjólreiðamennska krefst rétta hnakksins og þar er ferðamennska ekki undanskilin. Fólk þarf að prófa sig áfram og er þetta sennilega eitt algengasta vandamál fólks sem hjólar. Margir hnakkar koma í mismunandi breiddum og sumar betri hjólaverslanir á Íslandi bjóða upp á þjónustu þar sem setbeinin eru mæld. Bontrager, Specialized, Sella Italia og margir fleiri eru ábyrgir og góðir framleiðendur, svo þar ættu flestir að geta fundis rétta hnakkinn. En ekki er hægt að tala um ferðahnakka án þess að nefna Brooks. Brooks er breskt fyrirtæki sem hefur framleitt hnakka síðan fyrir 1900 og eru afar þekktir fyrir leðurhnakka sem verða betri og betri með hverjum kílómeter. Ég hef notað Brooks B17 í allnokkur ár. Ég var til í að skila honum í nokkra mánuði fyrst eftir að ég keypti hann, var alveg að drepast í rassinum, en það er löngu orðið gott og ég meira en sáttur. Ég mæli mjög svo með þessum hnökkum en þetta er ekki eitthvað sem verður frábært daginn sem hann er keyptur. Það þarf að laga hann til svo keyptu hnakkinn nokkru áður en ferðin er farin.

Að mörgu öðru er að hyggja en þetta er gert til að stikla á stóru varðandi búnað til hjólaferðalaga. Flestar reiðhjólaverslanir bjóða upp á hjól og búnað sem er vandaður og ætti að endast vel en sumt er ekki hægt að fá hér á landi. Verslanir á klakanum hafa sumar hverjar tekið sig á og eru farnar að bjóða upp á margt sem tilheyrir hjólaferðamennsku. Gott framtak sem klárlega hvetur fólk til að ferðast um á hjóli.

 

Friðjón G. Snorrason

IMG_6697

 

IMG_6950

  1. Snyrtitaska, ferðahandklæði og “rassakrem”.

IMG_6946

2. Leatherman, keðjulásatöng, 15mm lykill, 10mm lykill, verkfærasett, Ortlieb varahlutur, keðjulás, dekkjaplast, gír- og bremsuvír, hnífur, bætur, teinar og nipplar, teinalykill, bremsupúðar, kúlulegur, verkfæri á diskabremsur (Torx), nokkrir boltar, (crankpuller, sveifalegutoppur, kassettutoppur, kranstoppur) – Á græna spjaldinu.

IMG_6945

3. Bensín-prímus  og kútar (Primus OmniFuel), pottasett, salt og pipar, drykkjarkrús og diskur, Ortlieb vatnspoki.

IMG_6948

Ortlieb stýristaska með kortamöppu, U-lás með víralúppu, vatnsheldur poki, góð pumpa, vatnsbrúsastatíf fyrir 2lítra flöskur, auka dekk, viðgerðartaska inn í stell, spotti fyrir snúrur, teygjur til að festa poka ofan á bögglabera.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s